Við vitum að það vilja allir vera með allt uppá 10 á nýju ári. Fyrstu 2 mánuðurirnir (dagarnir?) oft teknir með trompi en svo fer allt til fjandans.
Ég hef verið að læra á Procreate (fikta) undanfarið og dundaði mér við að búa til skipulags dagatal fyrir árið 2024, vikuplanlista – ásamt hentugum skipulagslistum í t.d. ræktina, vikumatseðil og flr. Við sjáum dæmi:
Vonandi hjálpa þessir listar við að halda þér við markmiðin allavega fram í fyrstu vikuna í Mars. Listarnir eru allir í A4 og því hentugir fyrir venjulega prentara en gott er líka að nota þá á Ipad eða aðra skjátölvur og nota Notebook, Goodnotes eða önnur forrit og skrifa þannig inn.
Því, þúeist – umhverfið.
Njóttu.