Enchiladas með kjúkling og pintobaunum
Eflaust margar mexíkanskar ömmur sem snúa sér í gröfinni þegar þær lesa þessa uppskrift en þetta er eins nálægt mexíkönskum fílíng og hægt er þ.e. þegar höfundur er miðaldra íslensk kelling.
Equipment
- 2 Pottar 1 minni pott til að sjóða sósuna og 1 stærri sem öll hráefni passa í.
- 1 Eldfast mót 30 x 20 cm
- 10 Sleifar og önnur eldunaráhöld sem allir eiga
Ingredients
- 4 stk Tortillas (large) Santa Marias (Bónus)
- 1/2 stk Kjúklingur heill Ég átti afgang af grilluðum kjúkling úr Hagkaup. Hægt að nota 2 bringur eða 3 úrbeinuð læri t.d.
- 1 Dós Pinto baunir Fæst í Bónus (hægt að nota svartar baunir, smjörbaunir eða hvaða baunir sem er, svo lengi sem þær eru soðnar eða úr dós)
- 1 Dós Hakkaðir tómatar Fæst í Bónus, kaupi bara ódyrustu tómatana sem ég finn, ergo - kryddin.
- 1 stk Laukur Hægt að nota rauðan eða skarlottu. Við notuðum hefðbudinn hvítan.
- 1 stk Paprika Ég átti bara hálfa papriku en væri betra ef þa hefði verið til meira. 🙂 Hægt að sleppa ef ekki er til paprika.
- 3 stk Hvítlauksrif Smátt söxuð. Ef þið nennið ekki að saxa, notið pressu. Ef þið nennið ekki að pressa notið þá Hvítlauk úr krukku (hægt að fá í Fisku, Costco og Asian suparmarket). Ef þið notið "Minched garlic" úr krukku notið þá 4 kúfaðar tsk)
- 1 tsk Svartur pipar
- 2 tsk Kjúklingakraftur Við eigum alltaf stóra dós af kraft sem er laus í sér og notum tsk. Ein kúfuð tsk er sama og 1 teningur
- 2 tsk Ítölsk kryddblanda Keypt í costco en þetta er alltaf sami grunnurinn (Basilika, oregana, rósmarín, timian)
- 2 tsk Hvítlauksduft
- 1 tsk Þurrkaður kóríander Við elskum kóriander en þetta er smekksatriði. Ef þið þolið ekki kóríander notið þá steinselju eða basilliku.
- 1 msk Chili pipar Ég kaupi þurrkaðan chili í Asian suparmarket í Skeifunni en hægt er að nota hverskonar chili. Athugið að byrja smátt og smakka til. Við viljum hafa matinn ágætlega spicy.
- 1 tsk Hunang Hægt að nota sykur, púðursykur eða hverskonar sætu sem þú vilt.
- 100 gr Rifinn ostur Notaði pizzaost en hægt er að nota hvaða ost sem er til heima.
- 10 gr Ferskur kóríander Við notuðum alveg heilan haug. Ef þið þolið ekki kóriander, sleppið þá.
- 1 stk Vorlauk Saxaður, hægt að nota skarllottu eða sleppa.
- 1 dós Sýrður rjómi Notað til framleiðslu
Instructions
- Setjið hakkaða tómata í minni pottinn og látið sjóða. Bætið við kryddum + hunangi við og látið malla saman við vægan hita á meðan restin er græjuð1 Dós Hakkaðir tómatar, 1 tsk Svartur pipar, 2 tsk Kjúklingakraftur, 2 tsk Ítölsk kryddblanda, 1 tsk Þurrkaður kóríander, 1 msk Chili pipar, 1 tsk Hunang, 2 tsk Hvítlauksduft
- Setjið 1 msk olíu í stærri pottinn. Þegar olían er orðin heit, setjið laukinn útí og steikið þar til hann er orðinn glær og mjúkur. (5 mín ca) Hrærið í af og til.1 stk Laukur
- Bætið við papriku og látið mýkjast í nokkrar mínútur með lauknum.1 stk Paprika
- Bætið við söxuðum hvítlauk og látið steikjast með lauknum.3 stk Hvítlauksrif
- Takið frá 1 dl af sósunni og setjið til hliðar.
- Bætið afgangnum af sósunni við laukblönduna og lækkið hitan niður í 2. S.s. ekki lægstu stillingu en hérumbil.
- Takið vökva úr pinto baunum (ég losa lokið og læt vökvan sigtast í gegnum lokið, það má alveg vera smá vökvi sem fer útí uppskriftina) Bætið Pinto baunum við tómata- og lauk blönduna sem er í stærri pottinum1 Dós Pinto baunir
- Rífið niður kjúkling (eða skerið niður í bita eða rífið - ef þið eruð að nota bringur eða læri - þið þurfið að elda fyrst samt !! Ef þið viljið rífa bringur er best að sjóða þær korter og láta kólna, þá rifna þær auðveldlega með aðstoð tveggja gaffla) Bætið kjúklingnum í tómatapintobaunalaukskássuna1/2 stk Kjúklingur heill
- Smakkið, hægt að bæta við sætu eða chili en þetta ætti að vera nokkuð fullkomið ef þið fylgduð fyrri skrefum.
- Finnið eldfast mót. Ég nota eldfast mót sem mælist 30 x 20 cm
- Leggið eina tortillu í formið og setjið 1/4 af tómatakjúklingapintoblöndunni í tortilluna og lokið henni eins ogo burrito. Leggjið sauminn á tortilluni niður. Þetta er smá bras en hefst með smá þolinmæði. Endurtakið við hinar þrjár tortilunar.4 stk Tortillas (large)
- Hellið 1 dl af sósunni sem þið tókuð frá áðan yfir tortillurnar.
- Setjið rifna ostinn yfir tortillurnar og sósuna.100 gr Rifinn ostur
- Setjið eldfasta inní ofn á 200° í 25 mín eða þar til osturinn er orðinn brúnn og sexí.
- Takið úr ofninum. Setjið ferskan saxaðan kóríander og saxaðan vorlauk yfir tortillurnar.1 stk Vorlauk, 10 gr Ferskur kóríander
- Berið fram með sýrðum rjóma og nachos. Jafnvel salati og guacamole (avacadoin voru ónýt þegar ég skar í þau sem er ein af þessum lífsins vonbrigðum sem við upplifum öll) Við borðuðum Enchaladas-in bara ein og sér með sýrðum.1 dós Sýrður rjómi