Bang bang kjúklingur

Þessi uppskrift er flippin geggjuð. Ég gerði þessa eiginlega bara óvart og ég varð að skrásetja hana hér, svo þið finnið innblástur og svo að ég gleymi ekki þessari dásemd.

Bang bang kjúklingur/ Poke skál

Ótrúlega fljótleg og þægileg uppskrift þegar þú nennir ekki að elda og langar max að nota 30 mín í matvinnslu. Það skemmir ekki að hún er gjörsamlega geggjuð og ég held að þetta sé nýjasta uppskriftin á kvöldverðaplaninu hjá okkur mæðginum.
Besta við þessa uppskrift er að þú notar bara það grænmeti sem þú átt til.
Prep Time 10 minutes
Cook Time 20 minutes
Course Appetizer
Cuisine Chinese

Ingredients
  

  • 700 gr Kjúklingur Ég notaði einn bakka af bónuskjúlla
  • 2 msk Ólifolía
  • 0,5 msk sjávarsalt
  • 1 tsk pipar
  • 2 tsk hvítlauksduft
  • 3 dl Hrísgrjón
  • 100 gr avacado Ég kaupi frosin avacado sem ég affrysti í köldu vatni því ég læt ekki fersk avacado fara illa með mig lengur.
  • 0,5 stk Rauð paprika
  • 2 stk Vorlaukar
  • 2 stk Gulrót
  • 2 dl Mæjónes
  • 2 msk Siraccha
  • 2 msk Hunang
  • 2 tsk Sítrónusafi Ferskur eða úr flösku (ég notaði bara úr flösku í þetta skiptið)
  • 2 tsk Hvítlauksduft
  • Skvetta Everything but bagel Ég kaupi þetta bara í bónus (ekki nauðsynlegt en skemmtilegt)

Instructions
 

Bang bang sósan

  • Sullið saman mæjó, sirracha, hunangi, sítrónusafa og hvítlausdufti – og hrærið vel. Ég settti sósuna á brúsa en þúst, hún er jafn góð úr skál. Við höfum gert útfærslu af þessari sósu frá upphafi alheimsins og eigum hana eiginlega alltaf til inní ísskáp. Notum á vefjur með kjúkling og fleira. Hún klárast alltaf, því er upplagt að setja afgang í krukku inní ísskáp

Kjúklingur

  • Setjið kjuklinginn í skál
  • Setjið olíuna, saltið, pipar og hvítlauksduftið yfir kjuklingin og hrærið saman.
  • Skellið í airfryer í 20 miná 200 ˚ (snúið eftir 10 mín). Vel hægt að setja á blástur í eldfast form á sama tíma og eins meðairfryer – snúa eftir 10 mín.

Hrísgrjón

  • Skolið sterkjuna af grjónunum vel og vandlega í köldu vatni
  • Eldið hrísgrjón eftir leiðbeiningum sem eiga við ykkar tegund. Við notum hrísgrjónapott og eina sem ég veit er að vatnið þarf að fljóta sem nemur einni fingurkjúku yfir grjónunum.
  • setjið salt í pottinn og leggó.

Samsetning og grænmeti

  • Ef þið notið frosið grænmeti þa er best að setja það í kalt vatn og lata þiðna. Þerrið bara vel þegar það er klárt.
  • Skerið niður restina af grænmetinu. Ég notaði kartöfluskrælara f gulótina, skar vorlaukin langsum og í 2 cm lengjur. Papriku skar eg eins, skar í þunnar sneiðar og 2 cm lengjur
  • Setjið grjónin nepst í skál þegar þau eru klar. Setjið kjúklingin í miðjuna a grjonunum og raðið grænmetinu smekklega (náttúrulega) í kringum kjúklinginn. Svo fer sósan yfir allt saman, gott er að byrja hóflega en þessi sósa er náttúrulega meistaraverk.
  • Stráið everything but bagel kryddi yfir og njótið eins vel og þið getið.
Tried this recipe?Let us know how it was!